
Heimaey VE 1 hét upphaflega Náttfari ÞH 60 og var smíðaður fyrir Útgerðarfélagið Barðann hf. á Húsavík í Boizenburg í Austur-Þýskalandi. Náttfari kom nýr til heimahafnar á Húsavík í aprílmánuði árið 1967 og skipstjóri á honum var Pétur Stefánsson.
Náttfari var lengdur og yfirbyggður árið 1977 en um leið var skipt um aðalvél. Í stað 660 hestafla Lister kom 1150 hestafla Mirrlees Blackston.
Árið 1978 er Náttfari skráður RE 75, eigandi Útgerðarfélagið Barðinn hf. í Kópavogi.
Það var svo árið 1981sem Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. kaupir Náttfara og gefur honum nafnið Heimaey VE 1.
Skipið var síðar skutlengt og á það sett perustefni ásamt fleiri breytingum.
Útgerð Heimaeyjar VE 1 lauk snemma árs 2007 og skipið selt til Esbjerg í brotajárn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution