„Tvíburabátar“ afgreiddir til Lofoten í Noregi

Ørsvåg III N-94-V og Ørsvåg II N-93-V. Ljósmynd Trefjar 2023.

Bræðurnir Tom-Kenneth og Kurth-Anders Slettvoll útgerðarmenn frá Kabelvåg í Lofoten fengu fyrir skömmu afhenta tvo nýja Cleopatra 33 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Um Tvíburabáta er að ræða og verða bræðurnir skipstjórar á bátunum.

Nýju bátarnir heita Ørsvåg II og Ørsvåg III og eru 9.99 metrar á lengd og mælast 10 brúttótonn. Þeir leysa af hólmi eldri bát sem keyptur var 2019.

Þar sem um tvíburabáta er að ræða er útbúnaður þeirra eins.

Aðalvél bátanna er af gerðinni FPT C90 410 hestöfl, tengd ZF286IV gír.

Þeir eru útbúnir siglingatækjum af gerðinni Furuno, Olex og Simrad.

Þeir eru útbúnir með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Bátarnir eru útbúnir til línuveiða og kemur línubúnaður frá Beiti.

Lestar bátanna rúma 12 stk. 380 lítra fiskikör. 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður þeirra kemur frá Viking.

Borðsalur fyrir 4 er í brú og eldunaraðstaða í lúkar.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í brú.

Bátarnir eru komnir til Noregs og hefja veiðar á næstu dögum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s