Svalbakur

1352. Svalbakur EA 302 ex Stella Karina. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

ÚA togarinn Svalbakur EA 302 liggur hér við Torfunefsbryggju á Akureyri um árið en togarinn var smíðaður árið 1969.

Útgerðarfélag Akureyringa keypti systurskipin Stellu Karinu og Stellu Kristinu frá Færeyjum árið 1973 og komu þau til heimahafnar á Akureyri í desember það ár.

Skipin voru byggð í Sovikens Verft A/S í Noregi á árunum 1968—1969 og voru 62 metrar að lengd og 10 metra breið. Þau mældust 834 brl. að stærð.

Árið 1996 var togarinn seldur til Siglufjarðar þar sem hann fékk nafnið Svalbarði SI 302. 

Samkvæmt vef Fiskistofur var hann kominn í núllflokk árið 2001.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s