
Þarna leggur Arnarnúpur ÞH 272 upp frá Húsavík en heimahöfn hans var Raufarhöfn, gerður út af Jökli hf. þar í bæ.
Upphaflega Sölvi Bjarnason BA 65, smíðaður á Akranesi fyrir Tálkna hf. á Tálknafirði, afhentur í marsmánuði 1980.
Sölvi Bjarnason, sem var 405 brl. að stærð, fékk síðar heimahöfn á Bíldurdal, gerður út af Útgerðarfélagi Bílddælinga hf..
Árið 1993 var hann seldur Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar og fékk nafnið Drangur SH 511.
Það er svo í aprílmánuði 1996 sem hann fær nafnið sem hann ber á myndinni, Arnarnúpur ÞH272.
Haustið 1998 fékk Arnarnúpur nafnið Seley SU 210 og var í eigu Samherja til ársins 2004 er skipið var selt utan í brotajárn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution