Gulltoppur ÁR 321

13. Gulltoppur ÁR 321 ex Snætindur ÁR 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005.

Gulltoppur ÁR 321 kemur hér til Þorlákshafnar úr netaróðri á vetrarvertíð árið 2005.

Báturinn var lengi vel gerður út frá Þorlákshöfn undir nöfnunum Snætindur ÁR 88, síðar Gulltoppur ÁR 321 og í lokin Litlaberg ÁR 155.

Upphaflega hét hann Árni Þorkelsson KE 46 og var smíðaður árið 1961 í Þýskalandi. Árið 1964 var hann seldur og fékk nafnið Andvari KE 93, heimahöfn áfram Keflavík.

Árið 1969 var Andvari seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Blátindur VE 30. Haustið 1972 var báturinn seldur til Þorlákshafnar þar sem hann hélt nafninu en varð ÁR 88.

Snætindur ÁR 88 var gerður út frá Þorlákshöfn í þrjá áratugi en árið 2002 fékk hann það nafn sem hann ber á myndinni, Gulltopput ÁR 321.

Hann hefur frá því í árslok 2006 heitið nöfnunum Litlaberg ÁR 155, Búddi KE 9, Happasæll, KE 94 og Happasæll BA 94.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s