
Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 kemur svona fagurblá til Vestmannaeyja í gær en myndina tók Tryggvi Sigurðsson.
Guðrún Þorkelsdóttir ehf. keypti skipið haustið 2017 en það hét áður Qavak GR 2 1 og var í eigu dótturfélags Brims á Grænlandi.
Upphaflega hét skipið, sem var smíðað í Noregi árið 1999, Vendla H-40-AV og var gert út frá Bergen. Árið 2013 fékk það nafnið Vendla II en 2015 var það selt til Grænlands þar sem það fékk nafnið Qavak GR 2 1.
Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 er tæplega 68 metrar að lengd, breidd hennar er 13 metrar og hún mælist 1773 brúttótonn að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution