
Það er við hæfi að birta mynd af aflaskipinu Sigurði VE 15 en útför Kristbjörns Árnasonar, Bóba, skipstjóra á Sigurði fór fram frá Húsavíkurkirkju í dag.
Bóbi lést þann 5. desember sl. á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík en hann var fæddur á Húsavík 18. ágúst 1937.
Bóbi stýrði Sigurði í 36 ár, fyrst sem RE 4 en síðan VE 15. Hann áður skipstjóri á öðrum skipum Einars Sigurðssonar s.s Báru, Engey, Akurey og Örfirisey.
Blessuð sé minning Kristbjörns Árnasonar.