
Skuttogarinn Rauðinúpur ÞH 160 kemur hér til hafnar á Raufarhöfn um árið en myndina tók Hreiðar Olgeirsson, þá skipstjóri á Kristbjörgu ÞH 44.
Rauðinúpur var smíðaður í Japan árið 1973 og kom til heimahafnar á Raufarhöfn 5. apríl það ár.
Hann hét alla tíð Rauðinúpur og heimhöfnin ávallt Raufarhöfn þar til hann var seldur úr landi vorið 1997.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution