
Línubáturinn Sólrún EA 151 kom að landi á Dalvík í dag, Sumardaginn fyrsta og veðrið eins og best gerist á þessum árstíma. Gleðilegt sumar og takk fyrir innlitið á síðuna í vetur.
Sólrún EA 151 er gerð út af samnefndu fyrirtæki á Árskógssandi sem keypti bátinn fyrir rúmum fjórum árum. Hafði þá heitið Tumi EA 84 í smátíma.
Upphaflega Sæunn Sæmundsdóttir ÁR 60 sem smíðuð var hjá Seiglu á Akureyri árið 2007.
Báturinn er 25 BT að stærð en hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar frá því hann var keyptur á Sandinn.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution