Fálkatindur NS 99

2866. Fálkatindur NS 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2014.

Fálkatindur NS 99 var smíðaður hjá Seiglu ehf. á Akureyri árið 2014 fyrir Glettu litlu ehf. á Borgarfirði eystri.

Fálkatindur fór amk. tvo róðra og landaði á Húsavík áður en hann hélt til heimahafnar á Borgarfirði eystri.

Austurfrétt sagði svo frá komu hans 3. apríl 2014:

Nýr bátur bættist í flota Borgfirðinga þegar Fálkatindur kom til hafnar í fyrsta skipti upp úr klukkan sjö í morgun. Eigandinn Kári Borgar lýsir bátnum sem glæsilegu skipi.

„Það er gaman að vera með nýja og glæsilega báta,“ segir Kári.

Fálkatindur er ellefu metra langur, þriggja metra breiður og rúm 11 brúttótonn að stærð með um 500 hestafla vél. Hann er smíðaður í Seiglu á Akureyri.

Skipstjórinn verður Fannar Magnússon og hann kom á honum til Borgarfjarðar í morgun. „Ég mætti bara með stírurnar í augunum til að taka á móti honum,“ segir Kári.

Fálkatindur kemur í stað Glettu sem Kári seldi í fyrra. Hann gerir út þrjá báta, aðallega á línu og handfæri en einnig grásleppu þetta árið. Kári er ekki bjartsýnn á grásleppuveiðar í ár. „Ég reikna ekki með að fara neitt.“

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s