
Netabáturinn Þorleifur EA 88 var að veiðum á svipuðum slóðum og Sæbjörgin í morgun, þ.e.a.s innarlega á Eyjafirði.
Myndin var tekin í hádeginu þegar báturinn kom til hafnar á Akureyri og frístundabáturinn Farsæll Máni ST 74 siglir hjá.
Aflinn hjá Þorleifi var um 6,5 tonn af þorski en um bátinn má lesa hér.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution