Sæbjörg EA 184 kemur að landi á Akureyri

2047. Sæbjörg EA 184 ex Linni SH 303. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Sæbjörg EA 184 frá Grímsey var að netaveiðum innarlega á Eyjafirði í morgun og var þessi mynd tekin þegar hún kom að landi á Akureyri.

Þeir voru með um þrjú tonn af þorski kallarnir, í fjórar trossur.

Sæbjörg EA 184 hét upphaflega Magnús Guðmundsson ÍS 97 frá Flateyri en síðar Máni HF 149, Vébjörn ÍS 301 og Linni SH 303 áður en Sæbjörg ehf. keypti bátinn árið 2006.

Það hefur teygst töluvert á bátnum í tvígang, hann var fyrst lengdur árið 1994 og aftur 1996. Báturinn, sem mælist tæplega 35 brúttótonn að stærð var smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Herði í Njarðvík árið 1990.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s