
Norska loðnuskipið Rav frá Þrándheimi liggur hér við bryggju á Fáskrúðsfirði í dag. Einungis 30 norsk skip mega vera að veiðum í einu og bíða hin færis við bryggju á meðan.
Rav er glæsilegt skip, 79,75 metrar að lengd og 15,50 metrar að breidd. Það var afhent Peter Hepsø Rederi A/S árið 2019 en Karstensens Skibsvaerft A/S í Skagen sá um smíðina.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution