
Víðir II GK 275 var smíðaður í Noregi árið 1960 fyrir Guðmund Jónsson á Rafnkelsstöðum í Garði.
Báturinn hét þessu nafni í 30 ár en í febrúarmánuði 1984 var Rafn hf. skráður eigandi.
Árið 1990 fékk hann nafnið Ljósfari GK 184 og síðar bar hann nöfnin Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145, Arney HU 36, Arney HF 361 og loks Portland VE 97.
Báturinn var yfirbyggður árið 1983 og einnig var skipt um brú og kom hún af Steinunni RE 32. Síðar var báturinn skutlengdur. Hann fór í brotajárn árið 2015.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.