Bryndís SI 14

1457. Bryndís SI 14 ex Ölver ÍS 49. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1988.

Bryndís SI 14 hét upphaflega Hugrún NS 7 og var smíðuð í Dráttarbrautinni hf. á Neskaupstað.

Smíðaár Hugrúnar er 1974 en 1976 kaupir Ísak Aðalsteinsson bátinn af Dráttarbrautinni.

Ári síðar er báturinn seldur suður í Hafnir og lét kaupandinn, Þórarinn Sigurðsson, bátinn halda nafni sínu en hann varð GK 26.

Kristján Þorleifsson í Bolungarvík kaupir, bátinn, sem var 4,45 brl. að stærð, árið 1979 og nefnir hann Ölver ÍS 49.

Haustið 1987 kaupir Guðjón Sævar Jónsson bátinn til Siglufjarðar og hann fær það nafn sem hann ber á myndinni. Heimild. Íslensk skip

Báturinn endaði á áramótabrennu Siglfirðinga en hvaða ár er ég ekki með á hreinu.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ein athugasemd á “Bryndís SI 14

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s