
Varðskipið Freyja kom til heimahafnar á Siglufirði í dag eftir siglingu frá Rotterdam í Hollandi þar sem skipið var afhent Landhelgisgæslunni á dögunum.
Það var heldur hryssingslegt veðrið á Siglufirði, norðan rok og slydda. Haukur Sigtryggur lét það ekki stoppa sig og fór bæjarleið til að mynda skipið og sendi meðfylgjandi myndir.
Varðskipið Freyja, sem áður hét GH Endurance, er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór.
Varðskipið Freyja er 86 metra langt og 20 metra breitt, smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár þjónustað olíuiðnaðinn.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution