Halldór mun fá nafnið Áki í Brekku

2672. Halldór NS 302 ex ex Óli á Stað GK 99. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessar myndir af Halldóri NS 302 voru teknar í gærkveldi þegar Halldór NS 302 tók smá kvæk út fyrir höfnina á Húsavík aður en honum var siglt til Raufarhafnar.

Þetta eru síðustu myndirnar sem ég tek af bátnum undir þessu nafni því hann mun fyrr en seinna fá nafnið Áki í Brekku SU 760.

Halldór NS 302 hét upphaflega Óli á Stað GK 99 og var smíðaður í Njarðvík árið 2005. Hann var seldur til Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði árið 2014.

Það fyrirtæki er nú í eigu GPG Seafood ehf. sem hefur nú bátaskipti við Gullrúnu ehf. á Breiðdalsvík og fær Áka Í Brekku SU 760 í stað Halldórs.

Áki þessi í Brekku hét áður Einar Hálfdáns ÍS 11 og er Cleopatra 38 frá árinu 2009.

Gullrún ehf. á fyrir nokkra báta og m.a Ella P SU 206 sem er samskonar bátur og Halldór en báðir bátarnir eru búnir línubeitningarvélum.

Elli P hét upphaflega Hópsnes GK 77 en bátarnir voru báðir smíðaðir fyrir Stakkavík í Grindavík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s