Dúa II í vandræðum

399. Dúa II RE 400 e Aníta KE 399. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Eikarbáturinn Dúa II RE 400 sökk í höfninni í Grindavík í vikunni en þar hefur hún legið utan á nöfnu sinni Dúu RE 404 undanfarin ár.

Þetta var s.s sl. mánudag um hádegi en báturinn náðist aftur á flot daginn eftir.

Dúa II var smíðuð úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð.

Báturinn hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 og svo Kári GK 146, nafn sem hann bar í tæp 40 ár.

Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og svo Dúa II RE 400″. Skrifar Jón Steinar á síðu sinni Báta- og bryggjurölt.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s