
Halldór NS 302 frá Bakkafirði kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarðinum hvar hann var hífður hið snarasta á land til skverunar.
Hann er í eigu Halldórs fiskvinnslu ehf. á Bakkafirði sem er í eigu GPG Seafood á Húsavík.
Halldór NS 302 hét upphaflega Óli á Stað GK 99 og var smíðaður í Njarðvík árið 2005. Hann var seldur til Bakkafjarðar árið 2014.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution