
Guðmundur í Nesi RE 13 kom til hafnar í Reykjavík í gær og signalinn kominn upp í tilefni Sjómannadagsins.
Guðmundur í Nesi var smíðaður í Noregi árið 2000, en Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti skipið 2004 og gerði út til loka árs 2018. Þá var skipið var selt til Arctic Prime Fisheries í Grænlandi fékk nafnið Ilivileq.
Vorið 2020 keypti Útgerðarfélag Reykjavíkur skipið afur og fékk hann sitt fyrra nafn, Guðmundi í Nesi RE 13.
Guðmundur í Nesi RE 13 var smíðaður í Tomrefjørd í Noregi, skrokkurinn reyndar smíðaður í Rúmeníu, og er 66 metrar að lengd og 14 metra breiður, mælist 2,464 brúttótonn að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution