Beta

2764. Beta GK 36 ex Beta VE 36. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Línubáturinn Beta GK 36 sést hér koma að landi í Grindavík á dögunum og var aflinn þann daginn um tíu tonn.

Beta GK 36 er af gerðinni Cleopatra 38 og var smíðuð fyrir Útgerðarfélagið Má ehf. í Vestmannaeyjum árið 2008 og afhent um mitt það ár. Hét Beta VE 36.

Í ársbyrjun 2019 var Beta komin með GK í stað VE eftir að Útgerðarfélagið Már ehf. hafði verið selt til Suðurnesja. Það er nú í eigu Nesfisks hf. í Garðinum.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd