Hafrafell á landleið

2912. Hafrafell SU 65 ex Hulda GK 17. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Línubáturinn Hafrafell SU 65 var smíðaður hjá Seiglu á Akureyri fyrir BG Nes ehf. á Siglufirði. Báturinn hét Oddur á Nesi SI 76 og kom til heimahafnar á Siglufirði upp úr miðjum janúar 2017.

Seldur Blikabergi ehf. í júlí 2017 og fékk þá nafnið Hulda HF 17, um ári síðar var heimahöfn Huldu skráð í Sandgerði og hún GK 17.

Blikaberg ehf. seldi Huldu GK 17 til Háuaxlar ehf. vorið 2019 og fékk hún þá nafnið Hafrafell SU 65.

Jón Steinar tók þessar myndir af bátnum á dögunum er han var á landleið til Grindavíkur.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s