
Strandveiðbáturinn Svana SH 234 var gerður út frá Tálknafirði í sumar og voru þessar myndir teknar þar í byrjun júlímánaðar.
Svana SH 234 hét upphaflega Robbi EA 779 og var smíðaður fyrir Grímseyinga í Bátasmiðju Guðmundar árið 2002.
Árið 2006 var báturinn kominn með heimahöfn í Reykjavík og hét Dritvík RE 8. Árið 2010 var báturinn seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Svana VE 13.
Árið síðar var hann kominn til Ólafsvíkur þar sem hann varð Svana SH 234 og er í eigu ÓPH ehf.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution


