IMO 8221363. Danavik ex Klc Banshee. Ljósmynd KEÓ 2020. Sementsflutningaskipið Danavik kom til Helguvíkur um helgina og tók Karl Einar Óskarsson hafnarvörður þessar myndir. Danavik, sem siglir undir fána Marshalleyja, var smíða árið 1983. Það er 104 metrar að lengd og 16 metra breitt. Mælist 3,625 brúttótonn að stærð og er með heimahöfn í Majuro. … Halda áfram að lesa Sementsflutningaskipið Danavik
Day: 22. júní, 2020
Runólfur SH 135
2744. Runólfur SH 135 ex Bergey VE 544. Ljósmynd Óskar Franz 2020. Runólfur SH 135 kom til löndunar á Grundarfirði í gær og tók Óskar Franz þessa mynd þá. Runólfur SH 135 hét áður Bergey VE 544 og var smíðaður fyrir Berg-Hugin í Gdynia í Póllandi árið 2007. Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði keypti skipið, sem … Halda áfram að lesa Runólfur SH 135
Nýr Vilhelm sjósettur í Gdynia
Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Ljósmynd Samherji.is 2020. Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA var sjósettur hjá skipasmíðastöðinni Karstensens Skibsværft í Gdynia í Póllandi hinn 12. júní síðastliðinn. Skrokkurinn var tilbúinn til sjósetningar fyrir átta vikum en vegna Covid-19 heimsfaraldursins var ekki að ráðist í hana fyrr en nú. Á heimasíðu Samherja segir að skipið muni leysa af … Halda áfram að lesa Nýr Vilhelm sjósettur í Gdynia
Sigurborg SH 12
2740. Sigurborg SH 12 ex Vörður EA 748. Ljósmynd Óskar Frans 2020. Togbáturinn Sigurborg SH 12 kom til löndunar á Grundarfirði í gær en það er FISK Seafood ehf. sem gerir hann út. Samkvæmt frétt á heimasíðu fyrirtækisins var aflinn 71 tonn, uppistaða hans þorskur, skarkoli og ýsa en Sigurborgin var m.a að veiðum í … Halda áfram að lesa Sigurborg SH 12
Bylgja VE 75
2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2020. Togskipið Bylgja VE 75 landaði í Grindavík í gærmorgun um 70 tonna afla, uppistaða þorskur og ufsi. Hún hélt aftur til veiða um miðjan dag og tók Jón Steinar þessar myndir þá. Bylgja VE 75 er gerð út af samnendu fyrirtæki sem Matthías Óskarsson stendur að … Halda áfram að lesa Bylgja VE 75




