
Ólafur Bjarnason SH 137 var smíðaður hjá Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi árið 1973. Það var Valafell hf. í Ólafsvík sem lét smíða bátinn og hefur átt hann og gert út alla tíð.
Báturinn var skutlengdur um árið og þá hefur verið byggt yfir hann og skipt um brú. Mælist hann 113 brl. að stærð en upphaflega var hann 104 brl. að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution