
Magni, nýr dráttarbátur Faxaflóahafna, kom í fyrsta skipti til hafnar í Reykjavík í dag og tók Guðmundur St. Valdimarsson þessa mynd af honum.
Á vef Faxaflóhafna segir m.a:
Magni er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak en það er samanlagður togkraftur allra núverandi dráttarbáta Faxaflóahafna, en þeir eru fjórir talsins.
Damen Shipyards í Hollandi smíðaði bátinn í skipasmíðastöð sem þeir eiga í Hi Phong, Víetnam. Siglingin til Íslands frá Víetnam er rúmar 10.000 sjómílur en áhöfn á vegum Damen siglir bátnum til Reykjavíkur, þar sem báturinn verður afhentur Faxaflóahöfnum sf. Við tekur svo þjálfun starfsmanna á bátinn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution