968. Sleipnir VE 83 ex Glófaxi VE 300. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson 2019. Sleipnir VE 83 lét úr höfn í Vestmannaeyjum undir kvöld í dag áleiðis til Belgíu þar sem báturinn fer í brotajárn. Báturinn, sem hét upphaflega Krossanes SU 320, er eða var í eigu Vinnslustöðvarinar. Hann var einn 18 báta sem smíðaðir voru í … Halda áfram að lesa Sleipnir VE 83 farinn áleiðis í pottinn
Day: 18. ágúst, 2019
Helgi SH 135 á toginu
2017. Helgi SH 135 ex Þór Pétursson GK 504. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019. Hólmgeir Austfjörð tók þessar myndir í fyrradag af togbátnum Helga SH 135 að veiðum vestan við land. Helgi SH 135 hét upphaflega Þór Pétursson ÞH 50 og var í eigu Njarðar hf. í Sandgerði, smíðaður á Ísafirði 1989. Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði keypti … Halda áfram að lesa Helgi SH 135 á toginu
Lokys að veiðum á Svalbarðasvæðinu
IMO:9226736. Lokys LK 926 ex Qaqqatsiaq. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Rækjutogarinn Lokys LK 926 er hér að veiðum á Svalbarasvæðinu í vikunni en eins og komið hefur fram á síðunni keypti útgerðarfyrirtækið Reyktal hann frá Grænlandi í vor. Togarinn, sem hét áður Qaqqatsiaq, hét upphaflega Steffen C GR-6-22 og var smíðaður árið 2001. Hann er 60 … Halda áfram að lesa Lokys að veiðum á Svalbarðasvæðinu


