Atlanúpur ÞH 270

1420. Atlanúpur ÞH 270 ex Kristey ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Atlanúpur ÞH 270 frá Raufarhöfn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44. Báturinn var seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk báturinn nafnið Kristey ÞH 25. 1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f … Halda áfram að lesa Atlanúpur ÞH 270

Granit á veiðislóðinni

IMO 9796896. Granit H-11-AV. Ljósmynd Eiríkur Sigurðsson 2019. Hann er glæsilegur norski frystitogarinn Granit H-11-AV sem Eiríkur Sigurðsson myndaði við veiðar á Svalbarðasvæðinu í fyrradag. Hann var smíðaður fyrir Halstensen Granit AS í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur í september árið 2017. Granit er 81,20 metrar að lengd, 16,60 metra breiður og mælist 4,427 GT … Halda áfram að lesa Granit á veiðislóðinni