
Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi síðunni þessar myndir af frystitogaranum Dorado 2.
Myndina tók hann fyrir helgi þar sem þeir voru að veiðum í Smugunni.
Togarinn hét áður Nefound Pioneer frá Kanada en skipti um eigendur í vor og er heimahöfn hans nú Liepaia í Lettlandi.
Newfound Pioneer var eitt sinn í eigu ÚA og hét Svalbakur EA 2. Þá var hann einnig ÞH 6 um tíma.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution