
Línubáturinn Særif SH 25 frá Rifi sést á þessum myndum sigla út frá Grindavík í dag.
Báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 46B, hét áður Indriði Kristins BA 751 og var gerður út af Þórsbergi ehf. á Tálknafirði.
Melnes ehf. í Snæfellsbæ keypti bátinn þegar nýr Indriði Kristins BA 751 leysti þennan af hólmi og kom hann í stað eldri báts sem bar einnig nafnið Særif SH 25.




Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution