
Sigdór Jósefsson tók þessa mynd af loðnuskipinu Polar Amaroq þar sem það var að veiðum við Snæfellsnes í gær.
Skipið er í eigu Polar Pelagic en Síldarvinnslan á þriðjungshlut í grænlenska útgerðarfélaginu.
Skipið hét áður Gardar og var í eigu norska útgerðarfélagsins K. Halstensen. Það var smíðað árið 2004 og lengt tveimur árum síðar.
Polar Amaroq er vinnsluskip, 3.2000 brúttótonn að stærð, 83,8 m. á lengd og 14,6 m. á breidd.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.