Byr og Vinur á Skjálfanda

6047. Byr ÞH 31 – 1750. Vinur ÞH 73. Ljósmynd PJ 1994.

Þessi mynd var tekin sumarið 1994 og er ein fjölmargra mynda sem teknar voru þegar Arnar Sigurðsson fór með hóp ferðamanna að Lundey á Skjálfanda.

Þarna var Vinur á landleið og stoppað var við handfærabátinn Byr ÞH 31 en þar um borð voru Steingrímur Árnason og Ragna kona hans Pálsdóttir.

Um Vin ÞH 73 hefur verið skrifað hér áður en Byr ÞH 31 hét upphaflega Páll ÞH 334 og var smíðaður árið 1979. Hann var smíðaður fyrir Pál Magnússon og Björn Sigurðsson. Heimild: aba.is

Árið 1987 fékk hann nafnið Byr ÞH 31 sem hann bar til ársins 1996 en þá fékk hann nafnið Kötluvík ÞH 31. Það nafn ber báturinn enn þann dag í dag en heimahöfn hans er Kópasker.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s