Nýr Cleopatra 50 til Fosnavåg

Ventura M-44_HØ. Ljósmynd Trefjar 2022.

Útgerðarfélagið Ventura AS í Fosnavåg í Noregi fékk nýverið afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 netabát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Aðaleigandi Ventura AS er Martin André Leinebø og leysir báturinn af hólmi eldri stálbát útgerðarinnar.   

Nýi báturinn ber nafnið Ventura, hann er 15 metrar á lengd og mælist 30brúttótonn. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D16 625hk tengd frístandandi ZF 665 V-gír.

Tvær rafstöðvar eru um borð af gerðinni Nanni.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno, Simrad og Olex frá Noregi.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða.  Netabúnaður og vinnslubúnaður á dekki kemur frá Noregi.

Löndunarkrani er af gerðinni TMP500L frá Vinnuvélum/Ásafli.

Í bátnum er ARG250 stöðugleikabúnaður.

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 43 stk. 460 lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og stór borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar í þremur klefum, auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn og ísskáp.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s