
Strandveiðibáturinn Blíðfari ÓF 70 kemur hér að landi á Siglufirði í gær en báturinn stundar alla jafna róðra þaðan.
Blíðfari hét upphaflega Ólafur HF 251 og var smíðaður árið 1990 hjá Mótun í Hafnarfirði.
Ólafur HF 251 var seldur til Siglufjarðar árið 2005 þar sem hann fékk nafnið Ásdís Ólöf SI 24. Fjórum árum síðar var báturinn kominn á Húsavík þar sem hann fékk nafnið Sæborg ÞH 55.
Ekki stoppaði Sæborg lengi á Húsavík og var seld austur á Breiðdalsvík árið 2010 og hélt hú nafni sínu en varð SU 400.
Það var svo vorið 2015 sem báturinn fékk nafnið Blíðfari ÓF 70 eftir að Gronni ehf. keypti hann og er hann með heimahöfn á Ólafsfirði.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution