
Farþegaskipið National Geographic Explorer kom til Húsavíkur um miðjan dag í dag og það ekki í fyrsta skipti.
Skipið lagðist að Þvergarðinum en Silver Whisper var við Bökugarðinn.
Skipið var smíðað árið 1982 í Ulstein Verft AS í Noregi og er í eigu Lindblad Expeditions skipafélagsins.
Það er 112 metra langt, 16 metra breitt og mælist 6,471 GT að stærð. Skipið getur tekið allt að 148 farþega í 81 klefa.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution