
Strandveiðibáturinn Sævaldur ÞH 216 kemur hér til hafnar á Húsavík í vikunni en það er Einar Ófeigur Magnússon sem á hann og gerir út.
Sævaldur hét upphaflega Gunnar HF 139 og var smíðaður í Garðarbæ árið 1986.
Á vefnum aba.is má lesa um skipasmiðinn Hörð Björnsson og bátana sem hann smíðaði.
Þar segir að báturinn hafi fengið nafnið Hafey AK 134 árið 1989 og 1991 var hann kominn á Sauðárkrók.
Þar hét hann áfram Hafey en var SK 194.
Það var árið 2003 sem hann fékk nafnið Sævaldur ÞH 216 og var fysrt um sinn með heimahöfn í Flatey á Skjálfanda. Eigandi var Guðmundur Karl Karlsson en ári síðar var báturinn kominn með heimahöfn á Húsavík.
Einar Ófeigur keypti Sævald, sem er 6,76 BT að stærð, árið 2007.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution