
Sómabáturinn Líf NS 24 er hér á siglingu í Húsavíkurhöfn í dag en báturinn er gerður út af Hafskip slf. og skráður með heimahöfn á Bakkafirði.
Upphaflega hét báturinn Björg HF 211 og var smíðaður árið 1998 í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Sama ár var breyting á skráningu og báturinn HF 11.
Árið 2000 fékk hann nafnið Bjarmi KE 3 og 2002 Ebba KE 28 með heimahöfn í Keflavík.
Árið 2005 fékk báturinn Líf GK 67 með heimahöfn í Sandgerði en í fyrra varð hann Líf NS 24 eftir að Samskip slf. keypti hann.


Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution