
Hvalaskoðunarbáturinn Eldey kemur hér til hafnar í Reykjavík á dögunum en báturinn er í eigu hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar.
Á vef fyrirtækisins segir m.a um Eldey:
Eldey (áður þekkt sem M/S Sund Buss Erasmus) var byggð árið 1971 af Lindstölds Skips og Båtbyggeri A/S, Risør (Noregi) ásamt systurskipum hennar: M/S Sund Buss Magdelone og M/S Sund Buss Jeppe.
M/S Erasmus var ferjubátur milli Helsingborgar og Helsingor (Svíþjóð) þar til í september 2001 þegar hún var keypt af sveitarfélaginu Landskrónu (Svíþjóð). Hún var endurskírð M/S Norreborg síðar sama ár og var notuð sem ferjubátur milli Landskrónu og Ven (Svíþjóð).
Eldey kom í hendur Eldingar fjölskyldunnar í apríl árið 2015 og hefur síðan þá gengist undir ýmsar endurnýjanir svo hún henti betur í útsýnisferðir.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution