
Skuttogarinn Hegranes SK 2 frá Sauðárkróki er hér á toginu einhvern tímann um 1990.
Hegranesið var smíðað árið 1975 í Póllandi en keyptur til Íslands frá Lorient í Frakklandi árið 1977. Það var Útgerðarfélag Skagfirðinga sem keypti togarann og kom hann til heimahafnar á Sauðárkróki 4. október 1977.
Hegranesið var 460 brl. að stærð búið 1500 hestafla Crepelle aðalvél. Árið 1983 var skipið lengt og um leið sett niður nú Crepellevél. Að þessu sinni 1950 hestafla. Eftir lenginguna mældist togarinn 498 brl að stærð.
Hegranes SK 2 var gert út til ársins 2005 en síðasta löndun þess, samkvæmt vef Fiskistofu, var 14. ágúst það ár.
Nokkru síðar, eða árið 2007, var Hegrenesið rifið við Krossanesi við Eyjafjörð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution