Hagbarður TH 1

538. Hagbarður TH 1. Ljósmynd Steingrímur Árnason.

Hagbarður TH 1 frá Húsavík kemur hér til hafnar á Raufarhöfn drekkhlaðinn af síldarmiðunum.

Myndina tók Steingrímur Árnason, Steini á Fossi, en hann var vélstjóri á bátum frá Húsavík.

Hagbarður TH 1 var smíðaður í Reykjavík árið 1946 og eigandi hans Húsavíkurhreppur. Báturinn var 47 brl. að stærð búinn 160 hestafla Lister díeselvél. Árið 1955 var báturinn lengdur og mældist þá 54 brl. að stærð. Um leið var sett í hann 240 hestafla Lister í stað þeirra gömlu.

Hagbarður var seldur Útgerðarfélagi Húsavíkur h/f í ársbyrjun 1956 og um 1960 var umdæmisstöfum hans breytt í ÞH. Árið 1968 var Hagbarður seldur frá Húsavík, kaupandinn var Halldór G. Halldórsson ásamt Útvör h/f í Keflavík. Hann hélt nafninu en varð KE 15.

Árið 1968 var sett í hann 250 hestafla Caterpillarvél en í árslok 1969 var hann seldur Hag h/f í Keflavík, Í nóvember 1971 var báturinn seldur austur á Hornafjörð, enn hélt hann nafninu og varð SF 15.

Örlög bátsins urður þau að hann sökk eftir árekstur við eitthvað rekald um 20 sjm. vestur af Ingólfshöfða. Þetta var 13 október 1974 og bjargaðist fjögurra manna áhöfn hans í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Fylki NK. Heimild Íslensk skip.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s