Gullhólmi SH 201

2911. Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Gullhólmi SH 201 kom til löndunar á Húsavík 3. nóvember árið 2017 og þá voru þessar myndir teknar.

2911. Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Þegar Gullhólmi var afhentur eigendum sínum haustið 2015 birtist eftirfarandi frétt á vef Fiskifrétta:

Nýlega afhenti Seigla ehf. á Akureyri nýjan bát, Gullhólma SH, til Augustson í Stykkishólmi. Gullhólmi SH, sem smíðaður er inn í krókaaflamarkskerfið, er 30 brúttótonn að stærð, um 13,7 metra langur og 5,7 metra breiður.

Báturinn er hannaður af Ráðgarði skiparáðgjöf ehf. Báturinn er ríkulega búinn vélum og tækjum. Siglinga- og fjarskiptatæki eru frá Sónar ehf. Sónar sá einnig um uppsetningu siglingatækja. Aðalvélin er Yanmar og beitningarvélin er frá Mustad.  

Heiðguð Byggir sá um alla smíðavinnu og uppsetningu en Trésmiðjan Ölur ehf. smíðaði eldhúsinnréttingu og hurðir. Alla aðra vinnu annaðist Seigla, s.s. rafmagnsvinnu, stálvinnu og niðursetningu vélbúnaðar. Málning er frá Sérefni ehf.

Íbúðir eru fyrir 8 skipverja í 4 tveggja manna klefum, ásamt setustofu, borðsal, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.

Fiskilest er 50 rúmmetrar að stærð og rúmar 42 stykki af 660 lítra körum sem eru frá iTUB ehf. Eldsneytistankur er 5.000 lítra og ferskvatnstankur er 1.500 lítra.

2911. Gullhólmi SH 201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s