Vörður kemur að landi í dag

2740. Vörður EA 748. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Vörður EA 748 kom að landi í Grindavík í dag og tók Jón Steinar þessar myndir þá.

Afli Varðar í þessari veiðiferð var 130 kör.

2740. Vörður EA 748. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Eins og kunnugt er hefur FISK-Seafood hf. keypt Vörð og Áskel af Gjögri en um það má lesa hér.

2740. Vörður EA 748. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Vörður EA 748 var smíðaður í Póllandi fyrir Gjögur hf. á Grenivík og kom til landsins í júní árið 2007. Vörður er 29 metra langur og 10,4 metra breiður og mælist 489 BT að stærð.

2748. Vörður EA 748. Ljósmynd Jón Steinar 2019.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd