Kallarnir á Vininum

1750. Vinur ÞH 73 ex Matthildur EA 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Þær myndir sem nú birtast voru teknar þann 3. september árið 2008 og sýna Vin ÞH 73 koma að landi á Húsavík og löndun úr honum.

Þann dag skrifað ég eftirfarandi á gömlu síðuna:

Þessar myndir tók ég í dag þegar netabáturinn Vinur ÞH 73 kom að landi á Húsavík. Skipstjórinn og útgerðarmaðurinn er Sigurður Sigurðsson eða Siggi stýssi eins og margir þekkja hann. Hann vantar 2-3 mánuði í áttrætt en er enn að róa, tekur sinn kvóta í netin. Siggi var lengi með fengsælustu skipstjórum síldar- og loðnuskipaflotans, stýrði m.a. Dagfara, Gísla Árna og Erninum.

1750. Vinur ÞH 73 ex Matthildur EA 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Vinur ÞH 73 var smíðaður af Baldri á Hlíðarenda við Akureyri árið 1986 og hét upphaflega Matthildur EA 222. Sigurður kaupir hann til Húsavíkur árið 1991 og leysti hann af hólmi eldri trillu sem Sigurður átti og bar sama nafn.

Kallarnir á Vininum við löndun. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með Sigurði réru á Vininum þegar þetta var Arnar sonur hans og Óskar Axelsson. Arnar á Vin ÞH 73 í dag.

Óskar Axelsson að ísa aflann. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Siggi Stýssi við löndun úr Vininum. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Sigurður Sigurðsson fæddist á Skálum á Langanesi 20. desember 1928. Hann lést á Húsavík, 8. febrúar 2016.

1750. Vinur ÞH 73 ex Matthildur EA 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s