Farsæll SH 30 að veiðum

1629. Farsæll SH 30 ex Klængur ÁR 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Farsæll SH 30 er hér að veiðum suðvestur af Bjargtöngum í gærmorgun.

Farsæll er 177 rúmlesta/237 BT togbátur í eigu FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki.

Farsæll SH 30 hét upphaflega Eyvindur Vopni NS 70 og var smíðaður 1983 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar h/f fyrir Kolbeinstanga h/f á Vopnafirði.

Í 9 tbl. Ægis 1983 var lýsing á Eyvindi Vopna NS 70 og sagði m.a:

19. apríl s.l. afhenti Vélsmiðja Seyðisfjarðar h.f., Seyðisfirði, nýtt 178 rúmlesta tveggja þilfara stálfiskiskip, sem hlotið hefur nafnið Eyvindur Vopni NS-70. Skipið, sem er hannað hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar er nýsmíði nr. 17 hjá stöðinni og 12. fiskiskipið sem stöðin smíðar og þriðja í röð tveggja þilfara fiskiskipa.

Borið saman við síðustu nýsmíði stöðvarinnar, Otto Wathne NS (afhent í apríl ’81) þá er Eyvindur Vopni mjög hliðstæður að byggingarlagi og fyrir- komulagi en er talsvert stœrra skip, um 3.5 m lengra, 40 cm breiðara og 15 cm dýpra að efra þilfari.

Aðalvél skipsins er frá öðrum framleiðanda og mun aflmeiri en í fyrrnefndu skipi, en helztu frávik á vélbúnaði að öðru leyti eru þau, að í skipinu er búnaður til svartolíubrennslu og öxulrafall. Svartolíubúnaður er nýmœli í ekki stœrra skipi og er þetta minnsta fiskiskip flotans með slíkum búnaði.
Eyvindur Vopni NS er í eigu Kolbeinstanga h.f. á Vopnafirði.

Skipstjóri á skipinu er Sverrir Guðlaugsson og 1. vélstjóri Sveinbjörn Sigmundsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er Pétur Olgeirsson.

1629. Farsæll SH 30 ex Klængur ÁR 2. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Eyvindur Vopni NS 70 var gerður út frá Vopnafirði til vorsins 1995 þegar Meitillinn h/f í Þorlákshöfn keypti hann og nefndi Klæng ÁR 2.

Ári síðar, eða í mars 1996, var Klængur ÁR 2 seldur Farsæli h/f í Grundarfirði og fékk hann þá það nafn sem hann ber enn þann dag í dag. Þ.e.a.s Farsæll SH 30 og var hann samkvæmt frétt í DV áttundi báturinn í eigu útgerðarinnar sem bar þetta nafn.

Árið 2012 kaupir FISK-Seafood ehf. útgerðina og gerir Farsæl SH 30 út til togveiða.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s