Stjörnutindur SU 159

1143. Stjörnutindur SU 159 ex Lýtingur NS 250. Ljósmynd Olgeir Sigurðsson.

Rækjubáturinn Stjörnutindur SU 159 frá Djúpavogi togar hér á rækjuslóðinni um árið.

Báturinn hét upphaflega Gissur ÁR 6 á íslenskri skipaskrá og um hann má lesa hér.

Báturinn var smíðaður árið 1966 í Noregi en Baldur Karlsson í Þorlákshöfn keypti hann til landsins árið 1971. 

Tangi hf. á Vopnafirði keypti Gissur árið 1985 og gaf honum nafnið Lýtingur NS 250.

Í ársbyrjun 1988 keypti Tangi hf. Stjörnutind SU 159 og gekk Lýtingur upp í kaupin. Hann fékk þá nafnið Stjörnutindur SU 159 sem hann bar til ársins 1993 er hann fékk nafnið Gestur SU 160.

Síðar fékk báturinn nafnið Sæberg og verður honum gert betri skil síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s