Guðmundur Guðmundsson ÍS 45

520. Guðmundur Guðmundsson ÍS 45 ex Þytur ÍS 45. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Guðmundur Guðmundsson ÍS 45, sem hér sést koma að landi í Grindavík árið 1985 eða 6, var smíðaður úr furu og eik á Akureyri árið 1954.

Hann var smíðaður í Skipasmíðastöð Nóa Kristjánssonar fyrir Ólaf Jónsson á Vopnafirði sem gaf honum nafnið Hafdís NS 37. Hann var 8 brl. að stærð.

Á Vopnafirði var báturinn í tvö ár en var þá seldur til Skagastranda og var Hafdís HU 4.

Síðar varð hann Hafdís ST 120, Hafdís ÍS 32, Geirólfur ÍS 318, Þytur ÍS 45 og árið 1992 fékk báturinn það nafn sem hann ber á myndinni, Guðmundur Guðmundsson ÍS 45.

Árið 1987 fékk hann nafnið Siggi Már AK 201 og árið síðar var hann afskráður af skipaskrá. Heimild aba.is

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s