
Netabáturinn Höfrungur II GK 27 kemur hér að landi í Grindavík um árið en báturinn hét upphaflega Sangolt og var smíðaður árið 1957 í Avaldsnes í Noregi.
Sangolt var keyptur til landsins árið 1960 af Haraldi Böðvarssyni & Co á Akranesi og fékk þá nafnið Höfrungur II AK 150.
Síðar hét báturinn Höfrungur II GK 27 og því næst Erling KE 140 og að lokum Kambaröst. Fyrst SU 200 og RE 120 síðustu árin en báturinn var rifinn í Hafnarfirði árið 2010.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution