
Sigurfari VE 138 kemur hér til hafnar í Vestmannaeyjum en Tryggvi Sig tók myndina.
Sigurfari hét Glomfjord þegar Vestmannaeyingarnir festu kaup á honum frá Svíþjóð árið 1986.
Báturinn var smíðaður í Strandby Skibsværft A/S, Strandby í Danmörku árið 1984, og er smíðanúmer 79 hjá stöðinni.
Byggt var yfir bátinn að aftan ásamt fleiri breytingum sem fram fóru í Englandi árið 1988.
Nesfiskur h/f í Garði keypti Sigurfara VE 138 árið 1992 og hélt hann nafni og númeri en einkennisstafirnir urðu GK.
Báturinn heitir Jóhanna ÁR 206 í dag en Nesfiskur seldi hann þegar nýr Sigurfari var keyptur frá Hornafirði.
Sigurfari GK 138 var lengdur um 3,2 metra árið 1999 og var það gert í Nordship í Gdynia í Póllandi. Þá var einnig sett á bátinn pera ásamt fleiri breytingum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution