Snæfell EA 310

2212. Snæfell EA 310 ex Akraberg FD 10. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022.

Frystitogarinn Snæfell EA 310 kom til heimahafnar á Akureyri í dag eftir siglingu frá Danmörku þar sem skipið var í slipp.

Eins og kom fram í fréttum í vor keypti Samherji skipið frá Færeyjum í vor og mun það veiða grálúðu í íslensku lög­sög­unni.

Skipið var smíðað 1994 í Nor­egi fyr­ir Hrönn hf. á Ísaf­irði og hét upp­haf­lega Guðbjörg ÍS 46. Ekki með öllu ókunnugt Akureyringum og fleiri Íslendingum en það hét um skeið Baldvin Þorsteinsson EA 10.

Það voru teknar mun fleiri myndir af Snæfellinu og því má áætla að eitthvað af þeim birtist hér á síðunni næstu daga, enda lítt gaman að hafa þær bara í tölvunni.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd