
Andey BA 125 hét upphaflega Trausti ÍS 300 frá Suðureyri við Súgandafjörð og var smíðaður í Stálvík árið 1971.
Hann hafði smíðanúmer 16 hjá Stálvík og var smíðaður eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar.
1973 er Trausti seldur til Keflavíkur, kaupendur er Magnús Þórarinsson, Jónas Þórarinsson og Þórarinn Þórarinsson og nefna þeir bátinn Valþór KE 125.
Hann er síðan seldur til Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði 1978 þar sem hann fékk nafnið Sævík SI 3.
1979 kaupir Hraðfrystihús Breiðdælinga á Breiðdalsvík bátinn og nefna hann Andey SU 150. 1983 er hann svo enn seldur, að þessu sinni til Stykkishólms, hann heldur nafninu en fær einkennistafina SH og númerið 242.
Báturinn er í Stykkishólmi 1988 þegar Íslensk skip eru gefin út en þaðan eru þessar heimildir. Frá Stykkishólmi er báturinn seldur til Patreksfjarðar og enn heldur hann nafninu og verður Andey BA 123.
Eftir það heitir hann Skúmur GK 111, Óseyri GK 1, Bervík SH 343, Klettsvík SH og 2003 fær hann nafnið Baldur Árna ÞH 50.
Baldur Árna er svo seldur Meirihlíð ehf. í Bolungarvík haustið 2003 eftir að Aðalsteinn Ómar festi kaup á Oddgeir ÞH 222 sem fékk nafnið Baldur Árna ÞH 222. Í Bolungarvík fékk báturinn nafnið Páll á Bakka ÍS 505.
Hann var rifinn í brotjárn í Krossanesi árið 2007.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution